Almannavarnanefnd og bæjarráð:

Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum

17.Febrúar'20 | 13:23
ljosavelar

Varaflið í Eyjum er aðeins rúm 4 MW á vertíð fer notkunin í um 13 MW.

Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleðingarnar af óveðruni voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á varaafli allan föstudaginn og hluta laugardagsins.

Þetta segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja sem fundaði í dag. Þar segir einnig að raforkunotkun heimila sé 5-6 MW yfir vetratímann.

Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum og verið er að frysta t.d. loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í flutningskerfi Landsnets á Suðurlandi. Atvinnulífið mun enga raforku fá og einnig þarf að skerða eða skammta raforku til heimila.

Töluvert tjón varð í tengslum við óveðrið. Eftir er að taka saman og greina kostnað vegna foktjóns. Málefni Blátinds, sem losnaði úr stæði sínu og sökk í höfninni, verða tekin fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem haldinn verður á morgun.

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð taki undir með Almannavarnanefnd Vestmannaeyja sem á fundi sínum þann 7. febrúar sl., lýsti þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi fulltrúa Landsnets og HS veitna, með atvinnulífinu og bæjarstjórn, til að upplýsa um ástandið og ræða næstu skref og aðgerðaáætlun til að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).