Lengsta aldursbil frístundastyrkja í Eyjum

17.Febrúar'20 | 18:45
Orkumót_sgg

Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Hafnarfjörður er með hæstu frístundastyrkina árið 2020 eða 54.000 kr. á ári en Ísafjarðarbær og Fjarðarbyggð bjóða ekki upp á neina frístundastyrki samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ á frístundastyrkjum hjá 16 sveitarfélögum landsins.

Af þeim sveitarfélögum sem bjóða upp á slíka styrki eru þeir lægstir í Borgarbyggð, 25.000 kr. á ári. Vestmannaeyjar býður upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 2-18 ára, en Akureyri í stystan tíma, 6-17 ára gömul börn. 

Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar

Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi.

Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundastarfi hefur áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs og er það því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi. Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar.

Heimild/ASÍ

Hæstu frístundastyrkirnir í Hafnafirði en lægstu styrkirnir í Borgarbyggð

Af þeim 16 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Hafnarfjörður með hæstu styrkina, 54.000 kr. á barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að mögulegt er að greiða tómstundir niður um 4.500 kr. á mánuði. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-18 ára.

Næst hæstu styrkirnir eru 50.000 kr. á hvert barn og eru sveitarfélögin Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Reykjavík öll með styrki upp á þá upphæð. Mosfellsbær gerir þó örlítið betur en hin sveitarfélögin en þar hækkar styrkurinn upp í 60.000 kr. fyrir þriðja og fjórða barn. Aldursbilið sem styrkurinn gildir fyrir er lengra á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ, 5-18 ára en ári styttra í Reykjavík og Mosfellsbæ, 6-18 ára.

 

Verðlagskönnun ASÍ

Tags

ASÍ

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.