Fyrrverandi samstarfsfélagar VSV blótuðu saman þorra

16.Febrúar'20 | 09:41
IMG_8956

Skál. Það voru fagnaðarfundir hjá fyrrum samstarfsfélögum í Akóges í gær. Ljósmyndir/TMS

Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum félagsins til þorrablóts í Akoges í gær. Hópurinn átti þar skínandi góða samverustund. Er þetta í þriðja sinn sem VSV kallar saman fyrrum starfsmenn til að blóta þorra. 

Þór Vilhjálmsson hafði veg og vanda að undirbúningi. Hann var ánægður með hvernig til tókst og sagði hann að gestir hafi alltaf jafn gaman að því að hitta gömlu vinnufélagana og gera sér glaðan dag saman. 

Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson mætti að sjálfsögðu og heilsaði uppá fyrrum vinnufélaga. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Akóges í gærkvöldi og smellti nokkrum myndum sem sjá má hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.