Atvinnulífið í Eyjum án varaafls

16.Febrúar'20 | 19:43
fridarhofn

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 

Um málið var fjallað á vef Rúv og í kvöldfréttum sjónvarps. Þar kom fram að Vestmannaeyjabær búi yfir sjö varaaflsvélum, sem bærinn treysti á í 36 stundir um helgina. Það dugði fyrir heimilin í bænum en ekki atvinnulífið. 

Umræða um skort á varaafli hefur skotið upp kollinum víða um land eftir fárviðrið sem olli rafmagnsleysi víðs vegar í desember. Vestmannaeyjabær býr að sjö varaaflsvélum ef sæstrengurinn frá landi skyldi bregðast, sem dugar aðeins fyrir heimilin í bænum.

Þurfa 13 megavött á vertíð

„Ef það koma einhverjar hamfarir þar sem við þurfum að treysta á varaaflið, eins og um hávetur á vertíð, þá eigum við ekki varaafl fyrir atvinnulífið,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum. 
 
Á vertíð þarf 13 megavött af rafmagni. Varaaflsvélarnar framleiða fjögur megavött. Áður en óveðrið skall á voru fyrirtækin í bænum beðin um að keyran niður alla starfsemi eins og mögulegt væri.

Samræmist ekki að þeir séu þá að hvetja aðra til að framleiða sína orku 

„Við hjá HS veitum höfum hvatt fyrirtækin að koma sér upp varaafli sjálf, þá erum við langt komin með að leysa þetta vandamál,“ segir Ívar.

Er það eðlilegt að fyrirtækin þurfi að leysa þetta sjálf? „Ja, nú er erfitt fyrir mig að svara því. Hver og einn verður aðeins að hugsa um sjálfan sig. Þó að það séu lög í landinu að það sé lögbundið hlutverk Landsnets að flytja rafmagnið þá getur allt gerst.“

„Okkur finnst þetta óásættanlegt,“ segir Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri Löngu ehf.  „Þeir eru með sérleyfi til að selja raforku í Vestmannaeyjum. Það samræmist ekki að þeir séu þá að hvetja aðra til að framleiða sína orku.“

Buðu Landsneti og Veitum að taka þátt í kostnaði við varaaflstöð

Haft er eftir Hallgrími í frétt Rúv að fyrirtækið hafi lent í því að rafmagn til þess hafi verið skert þrátt fyrir að fyrirtækið sé með samning um forgangsorku. Fyrirtækið bauð Landsneti og Veitum að taka þátt í kostnaði við varaaflstöð fyrir atvinnulífið í bænum. Landsnet tók vel í það en ekki Veitur.

„Okkur fannst það mjög svekkjandi að menn skyldu ekki hafa skilning á því að það væri mikil verðmæti undir til dæmis loðnuvertíð,“ segir Hallgrímur. „Þá geta menn komist upp með að benda hvern á annan og þurfa ekki að hugsa í neinum lausnum eða taka þátt í því að leysa þennan vanda sem er raunverulega í Vestmannaeyjum.“

Frétt Rúv.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).