Uppfærð frétt

Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði

14.Febrúar'20 | 08:06

Stjörnuvitlaust veður er nú í Eyjum. Mynd/úr safni

Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum.

Í gær var haft samband við öll fyrirtæki í Eyjum og þau beðin um að keyra niður alla starfsemi eins og mögulegt er í dag. Aðeins þá sé möguleiki að halda rafmagninu inni án þess að treysta þurfi á varaaflið. 

Ívar segir að rafmagnið hafi haldist inni í nótt, en það sé nú algjörlega á mörkunum. Ef keyra þarf á varaafli er það mjög takmarkað, þar sem aðeins eru sjö ljósavélar til taks og er það í raun sama staða og síðan í eldgosinu 1973, að sögn Ívars. Miðað við raforkuþörf í dag þurfi fleiri vélar til þess að viðhalda varaafli ef til þess kemur.

Bæjarbúar beðnir um að spara rafmagn

Uppfært kl: 9.17:

Fram kemur í tilkynningu frá HS veitum til bæjarbúa að flutningskerfi Landsnets hafi laskast í óveðrinu og er rafmagn í Eyjum eingögnu framleitt með ljósavélum. Eru bæjarbúar beðnir um að spara rafmagn eins og kostur er, annars þarf að grípa til skömmtunar.

 

Rúv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.