Uppfærð frétt

14 tilkynningar - hugað að bátum í höfninni

14.Febrúar'20 | 06:14
bjorgo_2017_nov

Talið er að veðrið sé í hámarki í Eyjum milli klukkan 5 og 7. Mynd/úr safni

Það hefur verið í nægu að snúast hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja í nótt og borist hafa um 14 tilkynningar um að lausamunir væru að fjúka og verið er að athuga með báta í höfninni, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Í Eyjum var aðgerðastjórn virkjuð á miðnætti og sömuleiðis í Reykjavík og á Suðurlandi. Borist hafa tilkynningar um fok í Reykjavík og hafa lögregla og slökkvilið sinnt þeim útköllum, að því er segir í frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins - ruv.is.

Uppfært kl: 6.34:

Þak losnaði af húsi og þá „nánast í heilu lagi,“

Haft er eftir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, á Vísi að farið hafi verið í minnst fjórtán verkefni vegna óveðursins í nótt. Þau hafi verið misstór en allt hafi gengið vel. Alvarlegasta verkefnið hafi verið þegar þak losnaði af húsi og þá „nánast í heilu lagi,“ eins og Páley orðaði það.

Sjá einnig: 14 verkefni - vindur kominn 43 metra á sekúndu

Uppfært kl: 07.05:

Ræsa varaafl í Vestmannaeyjum

Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis, til þess að tryggja stöðugri rekstur. Víða er truflun á rafmagni á Suðurlandi.

 

Hér má sjá síðustu veðurathuganir á Stórhöfða:

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma
Fös 14.02
kl. 06:00
Austan 42 m/s 45 m/s  /  58 m/s 1 °C 6,3 mm / 1 klst
Fös 14.02
kl. 05:00
Austan 43 m/s 45 m/s  /  57 m/s 0,8 °C 6,9 mm / 1 klst
Fös 14.02
kl. 04:00
Austan 43 m/s 43 m/s  /  56 m/s 1,2 °C 6,8 mm / 1 klst

Klukkan 05.00 tók í gildi rauð viðvörun á Suðurlandi. Austan ofsaveður, jafnvel fárviðri (Rautt ástand)

14 feb. kl. 05:00 – 12:00

Austan rok eða ofsaveður eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-