Hviður að nálgast 40 m/s á Stórhöfða

- rétt er að brýna fyrir fólki að vera ekki á ferli á meðan versta veðrið gengur yfir

13.Febrúar'20 | 21:33
windy_130220_3

Skjáskot/Windy.com

Veður er tekið að versna og á síðustu klukkustund var vindhraði á Stórhöfða 28 m/s og fór mesta hviða í 37 m/s. Með þessu er talsverð ofankoma. Fyrsta viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi núna klukkan 22.00 og svo stig magnast viðvaranirnar þegar líður á nóttina.

Klukkan 22.00 tekur í gildi gul viðvörun á Suðurlandi. Ört vaxandi austanátt (Gult ástand)

13 feb. kl. 22:00 – 14 feb. kl. 01:00

Gengur í austan 18-25 m/s, fyrst í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum en fer síðan versnandi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar og lokanir á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Talsverður áhlaðandi, hækkuð sjávarstaða og mikil ölduhæð fylgir veðrinu.

Klukkan 01.00 tekur í gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi. Austan rok, jafnvel ofsaveður (Appelsínugult ástand)

14 feb. kl. 01:00 – 05:00

Austan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 50 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.

Klukkan 05.00 tekur í gildi rauð viðvörun á Suðurlandi. Austan ofsaveður, jafnvel fárviðri (Rautt ástand)

14 feb. kl. 05:00 – 12:00

Austan rok eða ofsaveður eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.

Sjá einnig: Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð í Vestmannaeyjum

Rétt er að brýna fyrir fólki að vera ekki á ferli á meðan versta veðrið gengur yfir.

Veðurathuganir síðustu klukkustundir á Stórhöfða:

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma
Fim 13.02
kl. 21:00
Austan 28 m/s 30 m/s  /  37 m/s -0,7 °C 0 mm / 1 klst
Fim 13.02
kl. 20:00
Austan 29 m/s 29 m/s  /  36 m/s -0,7 °C 0,1 mm / 1 klst
Fim 13.02
kl. 19:00
Austan 29 m/s 29 m/s  /  37 m/s -0,9 °C 0 mm / 1 klst

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.