Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð í Vestmannaeyjum

- rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestmannaeyjar

13.Febrúar'20 | 18:10
eyjar_kvold_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð í Vestmannaeyjum frá miðnætti og samhæfingarstöð almannavarna á höfuðborgarsvæðinu tekur til starfa á sama tíma. 

Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að allar líkur séu á að veðurspáin muni ganga eftir og hefur veðurstofan sett á rauða viðvörun fyrir Vestmannaeyjar á tímabilinu kl. 05 til kl. 12 á hádegi á morgun. 

Samkvæmt spánni má búast við ofsaveðri eða jafnvel fárviðri. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Ástæða er til að benda eigendum skipa og báta á að tryggja þá en Vestmannaeyjahöfn hefur þegar gripið til ráðstafana vegna veðursins.

Tilkynning lögreglu frá því fyrr í dag er ítrekuð og fólk beðið um að vera ekki á ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir. Þeir sem þurfa aðstoð er bent á að hringja í 112, segir jafnframt í tilkynningu lögreglunnar.

Sjá einnig: Rauð viðvörun tekur gildi klukkan 5 í fyrramálið

Lögregla mun setja tilkynningar og nýjar upplýsingar inn á facebook síðu lögreglunnar eftir þörfum á meðan veðrið stendur yfir.

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-