Bærinn hefur greitt á sjötta hundrað milljónir með rekstri Hraunbúða

11.Febrúar'20 | 07:15
hraunbudir

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Líkt og fram kom í fréttum í gær þarf að Vestmannaeyjabær að greiða um 85 milljónir með rekstri Hraunbúða í fyrra. Þar með er ekki öll sagan sögð því ríkisframlagið með rekstrinum hefur hvergi nær dugað í á annan áratug.

Starfsemi Hraunbúða hófst 5. október 1974. Heimilið var í fyrstu dvalarheimili en 1987 fékkst leyfi fyrir hjúkrunar- og dvalarrýmum við stofnunina. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar segir að frá 2010 sé uppsafnaður halli um 390 milljónir.

Sjá einnig: Rekstur Hraunbúða þungur

Þurfa að leggja meira til þjónustunnar en fylgdu auknum tekjustofnunum

„Þegar þú spyrð út í aðra þjónustu sem sveitarfélagið hefur tekið yfir af hálfu ríkisins er helst að nefna grunnskólinn og málefni fatlaðs fólks. Við flutninginn á þessum málaflokkum fluttist einnig tekjustofn til sveitarfélagana. Ýmislegt bendir til þess að sveitarfélög hafi eftir flutning á þessum málaflokkum yfir til sín þurft að leggja meira til þjónustunnar en fylgdu auknum tekjustofnunum. Aukinn þrýstingur er á sveitarfélögin um bætta þjónustu bæði frá hagsmunaaðilum og einnig frá ríkinu sem enn hefur stjórnun á stefnu í þessum málum sem og laga og reglugerðaþáttum. Oft er ekki nóg passað upp á kostnaðarmat á breyttu laga- og reglugerðarþáttum og leggst sá kostnaður oftast á þjónustuaðilann." segir Jón.

Heildar uppsafnaður halli 566 milljónir

Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að þessar rúmu 390 milljónir sem getið er hér að framan sé uppsafnaður halli frá árinu 2010. „Í lok árs 2009 skuldaðu Hraubúðir bænum rúmar 176 m.kr. og svo heildar uppsafnaður halli lengra aftur í tímann er a.m.k 566 milljónir á verðlagi hvers árs fyrir sig.”

 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.