Vonbrigði að Suðurlands sé ekki getið í niðurstöðum skýrslunnar

- engu líkara en landshlutinn sé ekki lengur hluti af landsbyggðinni

8.Febrúar'20 | 13:19
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og frá stjórn Samtaka sunnlennskra sveitarfélaga (SASS) voru lagðar fyrir bæjarráð Vestmannaeyja í vikunni.

Í niðurstöðu bæjarráðs segir að varðandi liðin kynning á Suðurlandi í fundargerð SASS, þá tekur bæjarráð undir með stjórn SASS og fagnar frumkvæði sjávarútvegsráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til 2025 og að hann og forstöðumenn þeirra stofnana sem um er fjallað hafi sett sér mælanleg markmið um fjölgun starfa.

Það eru hins vegar vonbrigði að Suðurlands sé ekki getið í niðurstöðum skýrslunnar, það er engu líkara en landshlutinn sé ekki lengur hluti af landsbyggðinni og þar sé því ekki þörf á fjölgun opinberra starfa, seigir í bókun bæjarráðs, en á svæðinu eru 15 sveitarfélög og íbúarnir eru um 30 þúsund.

Komin þreyta í okkar helstu innviði

Á fréttavefnum Vísi segir Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:

„Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva.

Hafa óskað eftir formlegum skýringum

Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni.

„Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“.

Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.

Frétt Vísis.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).