Sérstaða Vestmannaeyja er mikil

- Byggðastofnun styður að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem sérstakur þjónustuflokkur í vegalögum

8.Febrúar'20 | 09:43

Vestmannaeyjar.

Í frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum um að þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna óskaði umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn Byggðastofnunar.

Í umsögninni segir að frumvarpið geri ráð fyrir að ferjuleiðir milli eyja við Ísland og meginlandsins verði skilgreindar sem þjóðferjuleiðir og verði hluti af grunnkerfi samgangna í samgönguáætlun hverju sinni. Þá verði í samgönguáætlun ákveðin fjárveiting vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir við flutning á fólki og bifreiðum og heimild til að greiða hluta kostnaðar við ferjur sem eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu.

Sjá einnig: Þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna

Umtalsverður kostnaður og óhagræði fyrir íbúa og gesti

Í framkvæmd myndi þessi þessi aðgerð ná til fjögurra eyja við landið, þ.e..Heimaeyjar, Flateyjar á Breiðafirði, Grímseyjar út af Eyjafirði og Hríseyjar á Eyjafirði. Tenging eyjanna við samgöngukerfið er með öðrum hætti en annarra byggða landsins, sem gefur að skilja og því hefur fylgt umtalsverður kostnaður og óhagræði fyrir íbúa og gesti. Sérstaða Vestmannaeyja í þessu samhengi er mikil vegna stærðar, íbúafjölda og að þar er ein öflugasta sjávarbyggð landsins auk mjög vaxandi ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarfsemi.

Byggðastofnun styður að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem sérstakur þjónustuflokkur í vegalögum og hugað verði að lausnum til að leysa samgönguvanda eyjabúa með þeim hætti, segir í umsögn Byggðastofnunar.

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%