Sérstaða Vestmannaeyja er mikil

- Byggðastofnun styður að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem sérstakur þjónustuflokkur í vegalögum

8.Febrúar'20 | 09:43

Vestmannaeyjar.

Í frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum um að þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna óskaði umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn Byggðastofnunar.

Í umsögninni segir að frumvarpið geri ráð fyrir að ferjuleiðir milli eyja við Ísland og meginlandsins verði skilgreindar sem þjóðferjuleiðir og verði hluti af grunnkerfi samgangna í samgönguáætlun hverju sinni. Þá verði í samgönguáætlun ákveðin fjárveiting vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir við flutning á fólki og bifreiðum og heimild til að greiða hluta kostnaðar við ferjur sem eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu.

Sjá einnig: Þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna

Umtalsverður kostnaður og óhagræði fyrir íbúa og gesti

Í framkvæmd myndi þessi þessi aðgerð ná til fjögurra eyja við landið, þ.e..Heimaeyjar, Flateyjar á Breiðafirði, Grímseyjar út af Eyjafirði og Hríseyjar á Eyjafirði. Tenging eyjanna við samgöngukerfið er með öðrum hætti en annarra byggða landsins, sem gefur að skilja og því hefur fylgt umtalsverður kostnaður og óhagræði fyrir íbúa og gesti. Sérstaða Vestmannaeyja í þessu samhengi er mikil vegna stærðar, íbúafjölda og að þar er ein öflugasta sjávarbyggð landsins auk mjög vaxandi ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarfsemi.

Byggðastofnun styður að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem sérstakur þjónustuflokkur í vegalögum og hugað verði að lausnum til að leysa samgönguvanda eyjabúa með þeim hætti, segir í umsögn Byggðastofnunar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).