Vestmannaeyjabær:

Vilja viðræður um áframhaldandi rekstur Herjólfs

6.Febrúar'20 | 07:22
IMG_8865

Félag í eigu Vestmannaeyjabæjar annast nú rekstur Herjólfs. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja bókaði um það í vikunni að Vestmannaeyjabær hugi að viðræðum við ríkið um áframhaldandi rekstur Herjólfs. Núgildandi samningur rennur út haustið 2021. 

Stóra málið er þjónustuaukningin

Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs segir að samkvæmt hans upplýsingum hafi rekstur Herjólfs í fyrra hafi gengið ágætlega. „Staðan er auðvitað þannig að yfirtakan á rekstrinum var í mars, nýja skipið fór í drift í sumar og rafmagnið var ekki tengt fyrr en í vetur og þá að hluta. Þannig að það vantar e.t.v. ýmsa þætti upp á heildar myndina.”

Hann segir að stóra málið sé náttúrulega þjónustuaukningin sem hefur orðið. „Það er nánast sama við hvern ég ræði, fólk er ánægt með fleiri ferðir, betra upplýsingaflæði og sveigjanleika í allri þjónustu sem er náttúrulega stóri sigurinn sem vannst með yfirtökunni. Ég get algerlega fullyrt það að þjónustan í dag er klassa fyrir ofan það sem var. Og við eigum að keppa að því að halda áfram á þeirri braut.”

Nauðsynlegt er að fjölga svefnrýmum í nýju ferjunni sem fyrst

Bókun bæjarráðs í heild sinni:

Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkun í Landeyjahöfn.

Niðurstaða

Bæjarráð fagnar enn einu skrefinu við að bæta dýpkun Landeyjahafnar. Í allan vetur hefur og verður dýpkunarskip til taks fyrir dýpkun hafnarinnar. Nú er búið að semja við dýpkunaraðila með öflugan tækjabúnað til að koma inní dýpkun hafnarinnar. Þetta er mikið framfaraskref.

Bæjarráð tekur undir nýlega yfirlýsingu ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og lýsir yfir ánægju með yfirtöku á rekstri Herjólfs og þá þjónustuaukningu sem sú ákvörðun hefur leitt af sér, augljóst er að rekstur heimamanna á ferjunni hefur leitt af sér aukinn sveigjanleika og aukinn skilning á þjónustuþörfinni og telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær hugi að viðræðum um áframhaldandi rekstur eftir að samningi lýkur. Að sama skapi er ánægjulegt hversu vel nýja ferjan hefur reynst í siglingum bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar og að ferjan sé nú farin að keyra á raforku að hluta til. Nauðsynlegt er að fjölgun svefnrýma í nýju ferjunni verði lokið hið fyrsta.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.