Óvenjulegt öldufar við Landeyjahöfn

í janúar 2020 - Ölduhæð for tvisvar yfir tíu metra

5.Febrúar'20 | 14:59
IMG_5690

Herjólfur siglir hér inn Landeyjahöfn. Ljómynd/TMS

Eftir óvenju gott öldufar á suðurströndinni í desember hófst nýja árið með kraftmiklum hætti. Ölduhæð í janúar var mikil samanborið við meðaltal áranna 1958-2020.

Á meðfylgjandi grafi má sjá vikumeðaltal ölduhæðar fyrir árið 2019 og það sem af er árið 2020. Vikumeðaltöl ársins 2020 eru merkt með appelsínugulum þríhyrningi og eins og sjá má fara þrjár af fimm vikum í janúar 2020 yfir meðal ölduhæð og tvær vikur eru við hæstu meðaltöl sem mæld hafa verið, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Mælingar staðfesta þetta en Surtseyjardufl mældi hæð kenniöldu í tvígang fara yfir tíu metra. Það er að segja 10,7 metra þann 8. janúar og 10,3 metra þann 23. janúar.

Ölduhæð í janúar 2020 var því mun meiri en á sama tíma fyrir ári. Sé janúarmánuður síðastliðinn borinn saman við allt síðasta ár má sjá að fleiri vikur í þessum eina mánuði ná yfir 90 prósenta markið en allt síðasta ár.

Mynd/vegagerðin.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).