Óttast aukið atvinnuleysi

5.Febrúar'20 | 07:45
iris_1119

Íris Róbertsdóttir

„Við vissum að þetta yrði mikið en það var samt svolítið sjokkerandi að sjá þetta á blaði. Hvernig þetta hríslast niður allt samfélagið. Og þetta eru enn meiri áhrif en ég bjóst við,“

Þetta sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær vegna nýútkominnar skýrslu um áhrif loðnubrestins á sveitarfélagið. Framhaldið er ekki bjart því allt útlit er fyrir að lítil eða engin loðnuvertíð verði á þessu ári heldur.

Sjá einnig: Áhrif loðnubrestsins í fyrra gríðarleg

Íris sagði enn fremur í viðtalinu að þetta geti haft mjög mikil áhrif fyrir Vestmannaeyjar og fyrir fólkið og fyrirtækin sem tók þennan skell í fyrra. „En fólkið og fyrirtækin taka ekki annan skell. Þannig að aðilar þurfa að koma að. Ríkið þarf að koma að.“

Stjórnvöld verða að koma með einhvers konar mótvægisaðgerðir

„Stjórnvöld verða að setjast niður með okkur og það þarf kannski að vinna svona greiningar á fleiri stöðum. Og þau verða að koma með einhvers konar mótvægisaðgerðir. Það gengur ekki að samfélögin taki mörg ár í röð á sig svona gríðarlegt högg.“

Aðspurð um hvort hún óttist aukið atvinnuleysi svarar Íris því til að auðvitað geri hún það. „Þetta eru mikil uppgrip.“

Íris segir að loðnubresturinn hafi bein áhrif á 20 prósent heimila í Eyjum. Málið snúist því ekki bara um útgerðarfyrirtækin, heldur samfélagið í heild sinni. „Fólk úti á landi og fólk sem býr í sjávarbyggðum hefur áhyggjur og áttar sig á því að loðnubrestur er eitthvað sem þarf að hafa verulegar áhyggjur af,“ segir Íris.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.