Óttast aukið atvinnuleysi

5.Febrúar'20 | 07:45
iris_1119

Íris Róbertsdóttir

„Við vissum að þetta yrði mikið en það var samt svolítið sjokkerandi að sjá þetta á blaði. Hvernig þetta hríslast niður allt samfélagið. Og þetta eru enn meiri áhrif en ég bjóst við,“

Þetta sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær vegna nýútkominnar skýrslu um áhrif loðnubrestins á sveitarfélagið. Framhaldið er ekki bjart því allt útlit er fyrir að lítil eða engin loðnuvertíð verði á þessu ári heldur.

Sjá einnig: Áhrif loðnubrestsins í fyrra gríðarleg

Íris sagði enn fremur í viðtalinu að þetta geti haft mjög mikil áhrif fyrir Vestmannaeyjar og fyrir fólkið og fyrirtækin sem tók þennan skell í fyrra. „En fólkið og fyrirtækin taka ekki annan skell. Þannig að aðilar þurfa að koma að. Ríkið þarf að koma að.“

Stjórnvöld verða að koma með einhvers konar mótvægisaðgerðir

„Stjórnvöld verða að setjast niður með okkur og það þarf kannski að vinna svona greiningar á fleiri stöðum. Og þau verða að koma með einhvers konar mótvægisaðgerðir. Það gengur ekki að samfélögin taki mörg ár í röð á sig svona gríðarlegt högg.“

Aðspurð um hvort hún óttist aukið atvinnuleysi svarar Íris því til að auðvitað geri hún það. „Þetta eru mikil uppgrip.“

Íris segir að loðnubresturinn hafi bein áhrif á 20 prósent heimila í Eyjum. Málið snúist því ekki bara um útgerðarfyrirtækin, heldur samfélagið í heild sinni. „Fólk úti á landi og fólk sem býr í sjávarbyggðum hefur áhyggjur og áttar sig á því að loðnubrestur er eitthvað sem þarf að hafa verulegar áhyggjur af,“ segir Íris.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.