Dæla sandinum beint út í strauminn

5.Febrúar'20 | 09:24
Trud R 03.11.2008 Hirtshals 015

Dýpkunarskipið Trud R verður notað við dýpkunina í Landeyjahöfn. Ljósmynd/aðsend

Í gær greindi Vegagerðin frá því að búið sé að semja við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars.

Á vef Rohde Nielsen A/S segir að fyrirtækið gefi sig út fyrir að vinna með náttúruna. Í landgræðslu, uppbyggingu hafna, greftri og endurfyllingu á hafi úti og viðhalds dýpkun hafna og árfarvega. 

Rohde Nielsen A/S starfar um allan heim sem aðalverktaki og undirverktaki. Markmið fyrirtækisins í heild er skýrt og metnaðarfullt: Að leggja sig fram um að halda stöðu sem stærsta sjálfstæða dýpkunarverktakafyrirtækið í Skandinavíu og að vera ákjósanlegur félagi í dýpkunarverkefnum um allan heim.

Sjá einnig: Samið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn

Aðferðin ekki verið prófuð áður í Landeyjahöfn

Fram kom í tilkynningu Vegagerðarinnar að Rohde Nielsen A/S muni nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkunina í Landeyjahöfn. Þar sagði jafnframt að um tilraunaverkefni væri að ræði og því verður beitt aðeins öðruvísi aðferðum en hingað til og verður áhugavert að sjá hvort það skilar betri árangri.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Eyjar.net að það verði sem sé dælt á svipaðan hátt og sést á myndinni hér að ofan. „Í stað þess að sigla út með það sem hefur verið dælt upp, verður efninu dælt út í strauminn. Þannig á sandurinn að lenda í straumnum fyrir utan hafnarmynnið og berast þannig í burtu.” segir G. Pétur. Þessi aðferð hefur ekki verið prófuð áður í Landeyjahöfn. G.Pétur segir að samningurinn við danina nái bara til ársins í ár.  „Við viljum sjá hvernig tekst til.” segir hann.

Dæluskipið Trud R notar mjög háþróaða tækni til staðsetningar og dýpkun, þar með talið RESON PDS 2000. Helstu stærðir Trud R:

  • Burðargeta: 1570 m³
  • Lengd í heild: 74,40 m
  • Breidd: 12,80 m
  • Djúprista hlaðin: 3,80 m
  • Djúprisa tóm: 2,00 m
  • Dýpkunardýpt: 28,00 m

Til samanburðar var sanddæluskipið Galilei 2000, 83,5 metra langt, 14 metra breitt og risti fullhlaðið 4,45 m. 

Trud R. Mynd/rohde-nielsen.com

Landeyjahöfn

Trud R 03.11.2008 Hirtshals 010

Trud R er væntanlegt til landsins.

DSC01733

Dýpkunarskipið Trud R

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.