Biðlisti í fjölþætta heilsueflingu eldri borgara

5.Febrúar'20 | 13:03
Janus02_ads

Frá fyrirlestri Janusar. Ljósmynd/aðsend

Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í gær. þar var tekið fyrir erindi frá forsvarsmönnum Janusarverkefnisins.

Fram kemur að um miðjan febrúar ljúki fyrsta þrepi í verkefninu fjölþætt heilsuefling fyrir 65 . Verkefnið gengur vel og þátttakendur eru áhugasamir. Kannað verður á þeim tímapunkti hvort að eitthvað brottfall hefur orðið. Fleiri hafa sýnt verkefninu áhuga og vilja fá að komast að til þess að taka þátt.

Biðlisti er því í verkefnið og vonandi verður hægt að vinna á þessum biðlista og taka fleiri inn í verkefnið eftir um sex mánuði. Janus hefur óskað eftir því að kynna stöðuna og ganginn í verkefninu fyrir bæjarstjórn og ráðasmönnumm áætlað er að hann komi um miðjan mars.

Ráðið felur tengiliði verkefnisins að svara bréfritara.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.