Meirihluti bæjarstjórnar:

Vilja bregðast við óskum allra lóðarhafa

- minnihlutinn gagnrýnir mikla aukningu á byggingarmagni í miðbænum

4.Febrúar'20 | 11:30
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa H- og E-lista gegn 3 atkvæðum bæjarfulltrúa D-listans.

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að meirihlutinn vilji bregðast við óskum allra lóðarhafa. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að öll fyrirtæki geti dafnað vel í okkar samfélagi og hafi tök á því að stækka. Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu. Málið er á vinnslustigi og unnið er með óskir lóðarhafa.

Sjá einnig: Tekist á um deiliskipulagsbreytingu við Græðisbraut

Mikil aukning á byggingarmagni í miðbænum

Í bókun frá minnihlutanum segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Hér er um að ræða mikla aukningu á byggingarmagni í miðbænum frá fyrri auglýstri tillögu sem mun hafa veruleg áhrif á ásýnd og starfsemi svæðisins. Töluverður kostnaður liggur að baki deiliskipulagningu sem ber að virða. Uppbygging af þeirri stærðargráðu sem um ræðir fellur vel að nýju iðnaðarsvæði við flugvöllinn.

Liður 1, Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var samþykktur með 4 atkvæðum H- og E-lista gegn 3 atkvæðum D-lista. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%