Verkefnastjórn skipuð vegna viðbyggingar Hamarsskóla
4.Febrúar'20 | 18:24Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að bæjarráð tæki að sér verkefni bygginganefndar vegna undirbúnings og framkvæmda við viðbyggingu Hamarsskóla. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag.
Í fundargerð ráðsins segir að byggingarnefndin hafi loka ákvörðunarvald varðandi verkefnið. Bæjarráð telur mikilvægt að sett verði saman verkefnastjórn sem heldur reglulega fundi og hefur ákvörðunarvald um framkvæmd verkefnisins, yfirfer stöðuskýrslur frá eftirlitsaðila, fær tilkynningar um frávik í verklegum framkvæmdum o.s.frv. Sömuleiðis að skipaður verði verkefnastjóri sem er í samskiptum við hönnuði og verktaka á verkstað, tekur ákvarðanir um minniháttar frávik og upplýsir reglulega framkvæmda- og hafnarráð.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í verkefnastjórn yfir verkinu:
- Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
- Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri
- Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sem jafnframt verður verkefnastjóri.
- Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
- Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).