Daði ráðinn til Smartmedia

28.Janúar'20 | 17:59
dadi_magg_smartmedia

Daði Magnússon

Daði Magnússon hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Smartmedia sem forritari. Daði mun koma inn í þróunarteymið og styðja við þann vöxt sem átt hefur sér stað hjá Smartmedia.

Daði lauk BSc námi við Háskólann í Reykjavík í Tölvunarfræði og hefur frá þeim tíma meðal annars starfað hjá Umferðarstofu og Arctic Adventures, ásamt því að hafa stofnað fyrirtækið Hey Digital sem sérhæfði sig í markaðssetningu á netinu. Hey Digital rann inn í stafrænu auglýsingastofuna Sahara árið 2018. Daði er kunnugur fyrirtækinu en hann starfaði hjá Smartmedia á árunum 2012-2016 og þekkir því vel til fyrirtækisins.

Daði segir að hann sé ánægður að vera kominn aftur til Smartmedia og spenntur á að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. „Ég er ánægður með þær áherslubreytingar hjá Smartmedia að setja fókus á vefverslanir og tel ég möguleikana mikla á því sviði að koma með lausnir sem muni nýtast viðskiptavinum vel.”

“Það er gott að fá Daða inn inn í forritunarteymið til að styðja við þann vöxt sem hefur átt sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar. Daði starfaði hjá Smartmedia fyrir nokkrum árum og þekkir því vel inná kerfin okkar ásamt því að hafa í millitíðinni aflað sér fjölbreytta reynslu á sviði markaðsetningar á netinu sem á eftir að nýtast okkur vel. Framundan eru margvísleg verkefni og frábært að fá Daða til starfa hjá okkur” segir Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia.

Fyrirtækið Smartmedia var stofnað í Eyjum og hefur verið starfrækt í rúm tíu ár. Fyrirtækið er að styrkja stoðirnar í Eyjum og Hjörvar segir gott að fá heimamann til starfa hjá Smartmedia. Einnig er fyrirtækið með skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu.
 

Tags

smartmedia

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).