Gagnrýna skerðingu á upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa

27.Janúar'20 | 07:53
baejarstj_fundur

Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræðir hér við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/TMS

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harkalega að aðgengi þeirra að starfsfólki sveitarfélagsins og eðlileg upplýsingagjöf hefur verið takmörkuð verulega af núverandi meirihluta.”

Þetta segir í bókun minnihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem samningur um raforkukaup var til umfjöllunar. Enn fremur segir í bókuninni að starfsmönnum sé ekki lengur heimilt að svara fyrirspurnum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins nema þær fari í gegnum bæjarstjóra líkt og raunin var í tengslum við þetta mál. „Þetta er verulega skerðing á upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa þar sem bæjarstjóri gefur sér mun lengri tíma í að svara fyrirspurnum bæjarfulltrúa en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins.”

12% sparnaður raforkukostnaðar

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að undirritaður hafi verið samningur um raforkukaup sparar Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn 12% af raforkukostnaði. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar samningnum þar sem mikilvægt er að leita allra leið til að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu á fundi bæjarstjórnar þann 5. desember og gert var ráð fyrir lækkuninni í fjárhagsáætlun næsta árs sem var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. 

Enn ein staðfestingin á því að kjörorðin og boðskapurinn í aðdraganda síðustu kosninga hjá núverandi meirihluta var markleysa

Í bókun minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýni að tugmilljóna samningur um orkuviðskipti sveitarfélagsins hafi ekki komið til afgreiðslu í bæjarráði. Engar upplýsingar hafa fengist um umræddar verðkannanir eða til hvaða aðila hafi verið leitað. Slík stjórnsýsla er hvorki gegnsæ né lýðræðisleg.

Bæjarfulltrúar gagnrýna einnig harkalega að aðgengi þeirra að starfsfólki sveitarfélagsins og eðlileg upplýsingagjöf hefur verið takmörkuð verulega af núverandi meirihluta en starfsmönnum er ekki lengur heimilt að svara fyrirspurnum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins nema þær fari í gegnum bæjarstjóra líkt og raunin var í tengslum við þetta mál.

Þetta er verulega skerðing á upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa þar sem bæjarstjóri gefur sér mun lengri tíma í að svara fyrirspurnum bæjarfulltrúa en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins. Hér er enn ein staðfestingin á því að kjörorðin og boðskapurinn í aðdraganda síðustu kosninga hjá núverandi meirihluta var markleysa.

Kvarta undan því að þurfa að fara eftir bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins og sveitarstjórnarlögum

Í kjölfarið bókuðu bæjarfulltrúar H- og E-lista, þar sem segir að í 3. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga sem varða aðgengi að gögnum og enn fremur í 3. mgr. 20. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarfulltrúi skuli beina til bæjarstjóra óskum um gögn eða öðrum upplýsingum. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins kvarta hér í bókun undan því að þurfa að fara eftir bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins og sveitarstjórnarlögum. Það er kostulegt að oddviti sjálfstæðismanna skuli í sama máli gagnrýna slæleg vinnubrögð og gerast uppvísa að því að hvetja til brota á lögum.

Hefur ávallt tíðkast að kjörnir fulltrúar hafi átt gott aðgengi að starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir að það hafi ávallt tíðkast að kjörnir fulltrúar hafi átt gott aðgengi að starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar þar til nú en þau fyrirmæli sem starfsmönnum hafa verið gefin að öllum fyrirspurnum verði að beina til bæjarstjóra er ekki til að auka aðgengi kjörinna fulltrúa að upplýsingum heldur einmitt til þess fallið að draga úr aðgenginu um leið og verið er að vantreysta starfsmönnum. 

 

Liður 7, Samningur um raforkukaup var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.