Vestmannaeyjabær:

Óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum

við álagningu fasteignagjalda á árinu 2020

22.Janúar'20 | 07:50
IMG_6302

Bæjarráð samþykkti óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum við álagningu fasteignagjalda á árinu 2020. Ljósmynd/TMS

Á síðasta ári samþykkti bæjarráð breytt fyrirkomulag afsláttar til handa elli- og örorkulífeyrisþegum á fasteignaskatti og öðrum fasteignagjöldum. 

Fól hún í sér þrjár sjálfstæðar ákvarðanir: Í fyrsta lagi að viðmiðunartekjur einstaklinga hækkuðu úr tæpum 4,4 m.kr. í 5,5 m.kr. fyrir fullan afslátt og afsláttur lækkaði í þrepum eftir hækkun tekna upp í 6,0 m.kr. Fyrir hjón hækkaði viðmiðunartekjur úr tæpum 5,7 m.kr. í 7,5 m.kr. fyrir fullan afslátt sem lækkaði í þrepum eftir hækkun tekna upp í 8,5 m.kr. Með þessu móti hefur fleiri tekjuminni elli- og örorkulífeyrisþegum gefist kostur á afslætti en áður.

Í öðru lagi var felld niður ákvörðun um afslátt íbúðareigenda 70 ára og eldri af niðurfellingu fasteignaskatts. Var það gert til að virða ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem ná einungis til afsláttar af fasteignaskatti tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Í þriðja lagi var samþykkt ný ákvörðun um flatan 85% afslátt af sorpeyðingargjöldum og lóðaleigugjaldi til handa öllum þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri 67 ára og eldri. Með þessum breytingum er komið til móts við stærri hóp elli- og örorkulífeyrisþega þar sem allir í þeim hópi njóta myndarlegra afsláttarkjara, segir í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum við álagningu fasteignagjalda á árinu 2020. Viðmiðunartekjur einstaklinga verði 5,5 m.kr. fyrir fullan afslátt og afsláttur lækki í þrepum eftir hækkun tekna upp í 6,0 m.kr. Fyrir hjón nemi viðmiðunartekjur 7,5 m.kr. fyrir fullan afslátt sem lækkar í þrepum eftir hækkun tekna upp í 8,5 m.kr. Veittur verði flatur 85% afsláttur af sorpeyðingargjöldum og lóðaleigugjaldi til handa öllum þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri 67 ára og eldri.

Bæjarráð samþykkir jafnframt álagningu fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda fyrir árið 2020 sbr. drög að auglýsingu þess efnis sem birt verður á vef Vestmannaeyjabæjar.

Ofangreint var samþykkt með tveimur atkvæðum E- og H-lista gegn einu atkvæði D-lista.

Veruleg vonbrigði að meirihlutinn hafi beygt sig undir hótanir ráðuneytis

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði segir að hún ítreki fyrri bókanir Sjálfstæðismanna hvað afslátt af fasteignasköttum eldri borgara varðar. Það eru veruleg vonbrigði að meirihluti H- og E-lista hafi beygt sig undir hótanir ráðuneytis og hafi í óþökk Sjálfstæðismanna sett að nýju fasteignaskatta á eldri borgara sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafði áður fellt niður.

H- og E-listi kýs að fara frekar þá leið að létta álögum af eldri borgurum með afslætti af sorpeyðingargjaldi. Það að veita afslátt af sorpeyðingargjaldi og öðrum gjaldskrám í staðinn mun bitna á öðrum íbúum til framtíðar. Samkvæmt lögum á sorpeyðingargjaldið að nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangs. Að fella gjaldið niður á hluta hópsins bitnar því á öðrum sem greiða gjaldið að fullu.

Stenst lög sem gilda um niðurfellingu á slíkum gjöldum

Í bókun Njáls Ragnarssonar og Jónu Sigríðar Guðmundsdóttur segir að meirihluti bæjarráðs fagni því að hægt sé að koma á móts við eldri borgara 67 ára og eldri með því að veita myndarlegan afslátt af fasteignagjöldum líkt og gert var á síðasta ári. Sá afsláttur er nú líkt og á síðasta ári veittur eldri borgurum í Vestmannaeyjum og stenst þau lög sem gilda um niðurfellingu á slíkum gjöldum.

Vestmannaeyjabær hefur til fjölda ára greitt með förgun á sorpi til þess að velta ekki kostnaði yfir á bæjarbúa. Í þessu fyrirkomulagi felst engin nýlunda og almenn ánægja gildir um það.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).