Enn fjölgar í Eyjum

4363 búsettir í sveitarfélaginu í dag

22.Janúar'20 | 19:15
IMG_3660

Á rúmum þremur mánuðum hefur fjölgað um 37 í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net kannar reglulega hvernig íbúaþróunin er í Vestmannaeyjum. Íbúum hafði fækkað þegar staðan var tekin síðastliðið vor en þá var talan komin niður í 4307. Í ágúst sl. voru bæjarbúar 4319. Í október sl. var fjöldinn 4326.

Í dag er íbúatalan í Vestmannaeyjum hins vegar komin í 4363, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ. Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 18 ár, eða allt frá árinu 2002 þegar íbúar voru hér 4426.

Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5200 manns í sveitarfélaginu. Hér að neðan má sjá íbúaþróun í Vestmannaeyjum á árunum 1998-2019.

Tafla/Hagstofan.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.