Vinnslustöðin fær jafnlaunavottun

20.Janúar'20 | 14:03
vsv_2016

Ljósmynd/TMS

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. 

Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018  og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við undirbúning jafnlaunavottunar og launagreiningu sem náði til allra starfsmanna á launaskrá í mars 2019, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins.

„Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem við settum. Launagreiningin náði til hvers einasta starfsmanns og síðan fór vottunarfyrirtækið yfir niðurstöðurnar og krafði okkur um skýringar og rökstuðning fyrir frávikum,“ segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs VSV. Hún var í forystu verkefnisins af hálfu fyrirtækisins.

„Við komum mjög vel úr þessu og áttum svo sem ekki von á öðru. Niðurstaðan er 4,75% launamunur, sem er vel innan settra 5% marka. Í langflestum tilvikum mátti skýra frávikin meðal annars með launalausum leyfum eða að starfsmenn væru ekki í 100% starfi. Óútskýrður munur launa karla og kvenna í sambærilegum störfum er ekki til staðar.

Það ber að undirstrika að jafnlaunavottun snýst um sambærileg laun fyrir sambærileg störf og stöður, án tillits til kynja. Einvörðungu er horft til starfanna sem slíkra og í launagreiningu er tekið tillit til menntunar, stöðu í skipuriti, aldurs, starfsaldurs, breytilegs yfirvinnutíma og starfsheitis. Meðalmunur uppreiknaðra heildarlauna er innan allra vikmarka.

Jafnlaunavottunin er farsællega í höfn en við setjumst ekki þar með í helgan stein í þessum efnum, síður en svo. Þetta er miklu frekar upphaf en endir. Vottunarfyrirtækið fer héðan frá árlega yfir gæðakerfið og ferlana sem við höfum komið upp í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.“

Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri fengju jafnlaunavottun fyrir lok árs 2018. Það var aldrei raunhæft markmið, enda verkefnið tímafrekt og vottunarfyrirtækin komust ekki yfir það sem að þeim sneri. Þá var mælt fyrir um að ljúka verkinu fyrir lok árs 2019 og við það stóð Vinnslustöðin.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).