164 tilkynningar til barnaverndarnefndar í fyrra

18.Janúar'20 | 09:11
baer_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Sískráning barnaverndarmála 2019 var til umjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmanneyja í vikunni.

Í sískráningu barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir tvo síðustu mánuði síðasta árs segir að í nóvember hafi borist 35 tilkynningar vegna 24 barna. Mál 20 barna voru til frekari meðferðar. Í desember bárust 19 tilkynningar vegna 12 barna. Mál 9 barna voru til frekari meðferðar.

Þá kemur fram í fundargerðinni að allt árið 2019 hafi borist samtals 164 tilkynningar til barnaverndarnefndar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.