Bæjarráð Vestmannaeyja:

Leggja áherslu á að aðsetur sjúkraþyrlu verði í Eyjum

17.Janúar'20 | 07:18
eir_vestm_lhg

Þyrla Gæslunnar var í Eyjum fyrr í mánuðinum að sækja tvo sjúklinga. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi stöðu sjúkraflugs til og frá Vestmannaeyjum á fundi ráðsins í vikunni. 

Þann 2. janúar sl. kom upp sú staða að sjúkraflugvél sem kallað var eftir til Vestmannaeyja lenti ekki fyrr en 185 mínútum eftir að útkall barst, sem er langt umfram þau tímamörk sem eru í samningi ríkisins við rekstraraðilann. Við þetta er ekki búið og staðan grafalvarleg og óviðunandi. Nauðsynlegt er að bæta úr stöðu sjúkraflugs á landsbyggðinni, sérstaklega í Vestmannaeyjum.

Eini mannaði flugvöllurinn á Suðurlandi sem er með veðurupplýsingaþjónustu, vetrarþjónustu og blindaðflugs- og blindbrottflugsbúnað

Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að bæjarráð fagni áformum um tilraunarverkefni með sjúkraþyrlu sem tilkynnt var um í lok desember. Ljóst er að slíkt verkefni eykur öryggi sjúklinga í Vestmannaeyjum þar sem viðbragðstími styttist umtalsvert. Bæjarráð leggur áfram áherslu á að sjúkraþyrla og starfsteymi hennar verði staðsett í Vestmannaeyjum til þess að stytta viðbragðstíma útkalla á Suðurlandi. Í Vestmannaeyjum er eini mannaði flugvöllurinn á Suðurlandi sem er með veðurupplýsingaþjónustu, vetrarþjónustu og jafnframt er flugvöllurinn sá eini á Suðurlandi sem er með blindaðflugs- og blindbrottflugsbúnað.

Sjá einnig: Biðu eftir sjúkravél Mýflugs í rúma þrjá klukkutíma í bráðatilviki

Vestmannaeyjar eru stærsti þéttbýliskjarni landsins þar sem ekki er aðgengi að sérhæfðu bráðaviðbragði innan 45-60 mínútna

Bæjarráð þakkar heilbrigðisráðherra, þingmönnum og öðrum þeim sem unnið hafa að málinu fyrir þetta jákvæða skref í öryggismálum í Vestmannaeyjum og hvetur sömu aðila til þess að koma verkefninu af stað sem fyrst. Bæjarráð leggur áherslu á að aðsetur þyrlunnar verði í Vestmannaeyjum, en Vestmannaeyjar eru stærsti þéttbýliskjarni landsins þar sem ekki er aðgengi að sérhæfðu bráðaviðbragði innan 45-60 mínútna. Sú staðreynd auk landfræðilegrar sérstöðu sveitarfélagsins gera það að verkum að hagsmunir og öryggi íbúa verða best tryggðir með staðsetningu sjúkraþyrlunnar í Vestmannaeyjum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.