ÍBV svarar Darlington

9.Janúar'20 | 14:08
Capture

Gary Martin og Daníel Geir Moritz

„Það er ekki öll vitleysan eins. Mér brá við að lesa þetta en svo fór ég að skellihlæja því þetta er með eindæmum kjaftæði," segir Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs karla hjá ÍBV aðspurður út í ásakanir frá enska félaginu Darlington.

Gary Martin, framherji ÍBV, er á leið til Darlington á láni en verið er að klára að ganga frá félagaskiptum. Alun Armstrong, stjóri Darlington, lét í sér heyra í fjölmiðlum í Englandi og sakaði ÍBV um að tefja félagaskiptin. Frá þessu er greint á fotbolta.net.

„Ég hef aldrei vitað um neitt sem tekur svona langan tíma. Ég var að spjalla við Gary allan föstudaginn til að ganga frá þessu máli en þá hendir ÍBV enn einu veseninu í okkur. Fáránlegt," sagði Armstrong meðal annars.

Daníel Geir vísar þessum ásökunum Armstrongt til föðurhúsanna. Armstrong lék meðal annars með Middlesbrough á ferli sínum og síðar Rushden & Diamonds.

„Þann 9. desember sendum við Darlington póst og vildum klára lánið og var þá ljóst að ÍBV vildi að Gary yrði tryggður. Þeim pósti var svarað 28. des og þá var ekkert klárt með tryggingar. Þetta hefur síðan dregist af því að það er eins og Darlington hafi aldrei tryggt leikmann áður. Ég hef aldrei vitað um neitt sem tekur svona langan tíma fyrir utan biðina hjá stuðningsmönnum Rushden And Diamonds en þeir eru held ég enn að bíða eftir að fyrrum úrvalsdeildarsenter skori fyrir þá sitt fyrsta mark.“

„Síðasta föstudag var síðan hægt að klára þetta en þá leið langt á milli svara hjá manni á skrifstofu Darlington og ljóst að Gary myndi ekki ná að spila daginn eftir. Þetta er ekkert vandamál hjá ÍBV og við erum í góðu sambandi við Gary. En að benda á ÍBV er með ólíkindum þegar hefði verið hægt að klára þetta löngu fyrir jól. Það nýjasta frá þeirra manni er að hann sé að bíða svara frá FA svo sé hægt að staðfesta þetta. Ég reikna með að lánið verði staðfest í dag en við bíðum bara áfram,"
 sagði Daníel.

ÍBV ætlar að lána Gary til Darlington þangað til í mars en þá kemur hann til Íslands til undirbúnings fyrir 1. deildina í sumar.

 

Greint er frá þessu á vefsíðunni fotbolti.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.