Biðu eftir sjúkravél Mýflugs í rúma þrjá klukkutíma í bráðatilviki

9.Janúar'20 | 08:15
sjukrav

Sjúkraflugvél Mýflugs á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Þann 2. janúar sl. var kallað eftir sjúkraflugvél Mýflugs í sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum á F1 (fyrsta forgangi).

Útkallið barst Neyðarlínu 13.46, en vélin lendir í Eyjum 16.51. Rúmum 3 klukkutímum síðar og þá átti eftir að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur. 

80 mínútur umfram tímamörk

Forgangur F1 og F2 teljast bráðatilvik. Forgangur F1, um er að ræða lífsógn/bráðatilvik sjúklings, F2, um er að ræða mögulega lífsógn/bráðatilvik sjúklings, en ekki eins alvarlegt og samkvæmt F1, forgangur F3, um er að ræða stöðugt ástand sjúklings, F4 notað í stað áætlunarflugs, tími samkomulag.

Í núgildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs er viðbragðstími frá því að beiðni um sjúkraflug berst þar til flugvél er tilbúin til flugtaks 35 mínútur vegna útkalla í forgangi F1 og F2. Þegar sjúkraflugvél er í útkalli og annað F1- eða F2-útkall berst skal viðbragðstíminn ekki vera lengri en 105 mínútur.

Í þessu tilfelli var tíminn 185 mín eða 80 mínútum umfram umrædd tímamörk. 

Læknirinn á sjúkraflugvélinni forgangsraðar

Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs segir í samtali við Eyjar.net að það hafi borist F1 útkall frá Sauðárkróki kl 13:41 þennan sama dag, eða 5 mínútum áður en útkallið barst frá Eyjum.

„Sjúkraflugslæknirinn taldi ekki þörf á að kalla út flugvél númer tvö heldur vildi taka Vestmannaeyjaflugið í framhaldi. Hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki en í öllum svona tilfellum er það læknirinn á sjúkraflugvélinni sem forgangsraðar og ákveður hvort þörf  sé á vél númer 2 eða ekki. Þess má geta í þessu sambandi að vélin lenti í Reykjavík kl 15:41 og fór þaðan til Eyja kl 16:32.  Ég tel líklegt að læknirinn hafi fylgt sjúklingnum upp á sjúkrahús og því hafi stoppið orðið svona langt í Reykjavík. Alla vega vorum við tilbúnir að fara frá Reykjavík til Eyja strax og sjúklingur var farinn frá borði.” segir Leifur og ítrekar hann að það sé þannig að þegar svona tilvik koma upp þá ræður læknirinn hvað gert er og í hvaða röð.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).