„Sýnir náttúrulega hversu galið fyrirkomulag á sjúkraflugi er í landinu”

9.Janúar'20 | 15:19
nr_1119

Njáll Ragnarsson

„Þetta sýnir náttúrulega hversu galið fyrirkomulag á sjúkraflugi er í landinu og hvað ástandið, sérstaklega í Vestmannaeyjum, er ólíðandi.” segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja aðspurður um atvik sem upp kom varðandi forgangssjúkraflug sem tók yfir þrjár klukkustundir.

„Við höfum mikið rætt um stöðu sjúkraflugs blessunarlega bárust mjög svo jákvæðar fréttir á dögunum þegar ráðherra áætlar að fara í tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu sem kemur til með að stytta viðbragðstímann umtalsvert. Þangað til að það verkefni hefst er ástandið grafalvarlegt og hefur verið það í langan tíma.” segir Njáll.

Sjá einnig: Biðu eftir sjúkravél Mýflugs í rúma þrjá klukkutíma í bráðatilviki

Er greitt fyrir að koma með vélina svona seint til Eyja?

Hann segist velta því líka fyrir sér hvort það sé til staðar raunveruleg pressa á Mýflug til þess að bregðast við og senda vélina hratt og örugglega til Vestmannaeyja. „Er t.d. greitt fyrir að koma með vélina svona seint til Eyja í stað þess að gera aðrar ráðstafanir strax?

Miðað við þessar fréttir eru læknar í öðrum landshluta að spila með það hver þörfin sé á að koma sjúklingi í Eyjum til bjargar og það finnst mér algerlega óforsvaranlegt.” segir formaður bæjarráðs.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).