„Sýnir náttúrulega hversu galið fyrirkomulag á sjúkraflugi er í landinu”

9.Janúar'20 | 15:19
nr_1119

Njáll Ragnarsson

„Þetta sýnir náttúrulega hversu galið fyrirkomulag á sjúkraflugi er í landinu og hvað ástandið, sérstaklega í Vestmannaeyjum, er ólíðandi.” segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja aðspurður um atvik sem upp kom varðandi forgangssjúkraflug sem tók yfir þrjár klukkustundir.

„Við höfum mikið rætt um stöðu sjúkraflugs blessunarlega bárust mjög svo jákvæðar fréttir á dögunum þegar ráðherra áætlar að fara í tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu sem kemur til með að stytta viðbragðstímann umtalsvert. Þangað til að það verkefni hefst er ástandið grafalvarlegt og hefur verið það í langan tíma.” segir Njáll.

Sjá einnig: Biðu eftir sjúkravél Mýflugs í rúma þrjá klukkutíma í bráðatilviki

Er greitt fyrir að koma með vélina svona seint til Eyja?

Hann segist velta því líka fyrir sér hvort það sé til staðar raunveruleg pressa á Mýflug til þess að bregðast við og senda vélina hratt og örugglega til Vestmannaeyja. „Er t.d. greitt fyrir að koma með vélina svona seint til Eyja í stað þess að gera aðrar ráðstafanir strax?

Miðað við þessar fréttir eru læknar í öðrum landshluta að spila með það hver þörfin sé á að koma sjúklingi í Eyjum til bjargar og það finnst mér algerlega óforsvaranlegt.” segir formaður bæjarráðs.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.