Bæjarráð Vestmannaeyja:

Skora á sjávarútvegsráðherra að tryggja fjármagn til loðnuleitar

7.Janúar'20 | 10:10
hofn_isf_vsv_2016_2

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í morgun á sérstökum aukafundi til þess að ræða stöðu og útlit loðnuveiða á árinu 2020. 

Samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru litlar líkur taldar á að Íslendingar muni veiða loðnu á árinu. Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn til þess, þar sem aðeins Árni Friðriksson er nú til umráða sem hafrannsóknarskip. Stjórnvöld hafa ekki reynt að semja við aðila um annast hluta loðnumælinga.

Þungt högg fyrir samfélagið hér og þjóðarbúið í heild

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð Vestmannaeyja taki undir með bæjarráði Fjarðabyggðar sem lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum þar sem svo virðist að Hafrannsóknarstofnun muni einungis hafa eitt skip til að sinna því verkefni á þessu ári. Í ljósi þess hversu mikilvægur veiðistofn loðnan er í íslenskum sjávarútvegi þá er ástand þetta með öllu ólíðandi.

Bæjarráð Vestmannaeyja telur því í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi loðnuleit ljóst að bregðast þurfi hratt og örugglega við. Loðnan er einn okkar mikilvægasti nytjastofn og óvissu varðandi veiðar og nýtingu þarf að halda í lágmarki. Mikið liggur við fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar. Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið hér og þjóðarbúið í heild.

Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar og mælinga svo hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda. Bæjarráð óskar svara hvers vegna ráðherra tryggi ekki það fjármagn sem þarf til að fullnægjandi loðnuleit geti farið fram.

     

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).