Uppfærð frétt

Flotbryggja skemmdist og hliðarskrúfur keyrðar til að halda gamla Herjólfi að bryggju

7.Janúar'20 | 14:38
20200107_141743

Bálhvasst er í Eyjum þessa stundina. Ljósmyndir/TMS

Bálhvasst er þessa stundina í Eyjum, vestan stormur. Svo mikill var vindstyrkurinn að bæta þurfti við landfestum á gamla Herjólf. Þá eru hliðarskrúfurnar notaðar til að halda honum við bryggju og fyrirbyggja að landfestar slitni.

Þá skemmdist flotbryggja í höfninni vegna veðurofsans og voru starfsmenn Vestmannaeyjahafnar að vinna við að festa hana til að forða frekara tjóni.

Uppfært kl: 14.49

Búið er að færa Herjólf III innar í höfnina þar sem hann tekur ekki eins mikinn vind á sig.

Gul viðvörun fyrir Vestmannaeyjar

Á facebook-síðu lögreglunnar er bæjarbúum bent á að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhring.

Um miðjan dag á að ganga í vestan hvassviðri eða storm. Búast má við að stöðugur vindur geti farið í allt að 26 m/s en mun hvassara í hviðum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestmannaeyjar.

Íbúar eru hvattir til að huga að lausum munum. Þá eru foreldrar hvattir til að gæta að yngstu vegfarendunum og að þeir séu ekki einir á ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir.

Að gefnu tilefni eru íbúar sérstaklega beðnir um að huga að ruslatunnum en í óveðrinu í desember varð nokkuð tjón þegar ruslatunnur voru að fjúka og valda skemmdum. Búist er við að þessi veðurhæð standi fram á næsta morgun, segir að endingu í færslunni.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%