Varaafli fyrir Vestmannaeyjar þarf að koma í betra horf

- almannavarnanefnd mun beita sér fyrir því að svo verði, segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og formaður almannavarnarnefndar

30.Desember'19 | 12:59

Rafmagnið fór víða af í óveðrinu sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum.

Í óveðrinu sem gekk yfir landið fyrr í þessum mánuði og orsökuðu rafmagnsleysi og algjört sambandsleysi víðsvegar um landið vöknuðu spurningar um hvernig þessum málum væri háttað hér í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig: Mikið tjón í einhverju mesta óveðri sem gengið hefur yfir

Málið rætt á vettvangi almannavarnanefndar árið 2015

Ef skoðaðar eru fundargerðir almannavarnanefndar Vestmannaeyja sést að í maí árið 2015 var rafmagnsframboð í Vestmannaeyjum til umfjöllunar. „Formaður greindi frá fundi sem fulltrúar HS veitna og almannavarnanefndar áttu um borð í varðskipinu Þór vegna möguleika á tengingu við raforkukerfið í bænum til orkuframleiðslu. Einnig var farið yfir fyrirliggjandi varaafl í Vestmannaeyjum, hvaða afl er til staðar og hvað þarf að bæta í neyðartilfellum.„ segir í fundargerðinni.

Í júní mánuði sama ár var málið aftur til umfjöllunar. þá var eftirfarandi bókað:

„Formaður fór yfir stöðu mála gagnvart möguleikum á tengingu varðskipsins Þórs við rafmagnskerfi HS-veitna. Einnig kom fram að búið er að panta ljósavél fyrir Björgunarfélagið til að keyra þeirra starfsemi og lögreglustöð.”

Ætti ekki að taka langan tíma að koma varðskipinu í samband í Vestmannaeyjum

Síðan hefur ekkert verið bókað um málið hjá nefndinni. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri er formaður nefndarinnar. Eyjar.net ræddi við hana um málið.

„Við höfum oft rætt varaafl í Vestmannaeyjum á vettvangi almannavarna og reyndum árið 2015 í góðu samstarfi við HS veitur að koma á tengingu við varðskipið Þór. Eins og allir þekkja nú getur Þór framleitt 2 megavött af rafmagni og afhent til lands. Málið var unnið áfram af miklum áhuga Landhelgisgæslunnar og HS veitna og var búið að teikna upp ákjósanlega leið og koma fyrir búnaði hér í Eyjum þannig að hægt væri að taka við rafmagni frá Þór á háspennu. Til stóð að gera tilraun með þetta á árinu 2015 þegar nýja tengivirkið var í byggingu. Mér skilst að málið hafi komið inn á borð landsnets þar sem það hafi strandað. Ekki ætti að taka langan tíma að koma varðskipinu í samband í Vestmannaeyjum þar sem rofabúnaðurinn er klár hjá HS veitum en forsenda þess er hins vegar að háspennukaplar séu til taks um borð í Þór til að hægt sé að taka við öllu rafmagni sem Þór getur framleitt.”

Ekki fyllilega ánægð með það varaafl sem hægt er að útvega

„Ástæða fyrir þessari skoðun okkar á framboði  á varaafli í Vestmannaeyjum er að við erum ekki fyllilega ánægð með það varaafl sem hægt er að útvega í Vestmannaeyjum. Árið 2015 keypti embætti lögreglustjóra, almannavarnanefnd og björgunarfélag Vestmannaeyja sameiginlega varaaflsstöð til að tryggja rafmagn á lögreglustöð, björgunarmiðstöð og hús björgunarfélagsins. Einstaka aðilar eru með sitt eigið varaafl líkt og sjúkrahúsið til að halda lýsingu gangandi. Þá er varaafl á Klifinu til að tryggja fjarskiptasamband. HS veitur geta framleitt um 5 megavött af varaafli en bærinn þarf að vetri til að öllu jöfnu 6-7 megavött og þá er ekki tekið tillit til þess sem atvinnulífið þarf. Atvinnulífið tekur til sín 13 megavött í fullri vinnslu en þar hafa menn ekki lengur eigið varaafl eins og var hér áður.” segir Páley.

Deilt um hver á að útvega varaaflið og greiða fyrir uppsetningu og viðhald

Páley segir að einnig sé deilt um hver eigi að útvega varaaflið og greiða fyrir uppsetningu og viðhald vélanna en að margra mati er það Landsnets, sem er flutningsaðili rafmagns til Vestmannaeyja en ekki HS veitna. „Þessum málum verður að koma í betra horf og mun almannavarnanefnd beita sér fyrir því að svo verði.” segir Páley að lokum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).