Georg Eiður Arnarson skrifar:

Jólin 2019

22.Desember'19 | 22:57
goggi

Georg Eiður Arnarson

Tíðin hefur verið ótrúlega góð hjá okkur Eyjamönnum um þessi jól og maður svona næstum því, fær samviskubit þegar maður heyrir af ófærð og hörmungum fyrir norðan og austan land, en við Eyjamenn þekkjum nú alveg slæmt veðurfar og veturinn er svo sannarlega ekki búinn.

En jólin snúast um margt. 

Eitt af því sem margir hafa spurt að að undanförnu er hvern á að velja sem mann ársins. Ég hef í sjálfu sér enga sérstaka skoðun á því, hver ætti að vera það hér á landi, en ung kona frá Svíþjóð hefur vakið sérstaka athygli á þessu ári og það á alheims vísu, en sú mun heita Greta Thunberg. Að mörgu leiti er boðskapur hennar svo sannarlega réttmætur og nægir þar að fylgjast með fréttum um gríðarlega elda suður í Ástralíu sem og miklum flóðum á Ítalíu og víða, svo þessi unga kona hefur svo sannarlega rétt fyrir sér að mörgu leiti og það þó svo að ég sé að mörgu leiti alls ekki sammála henni í öllu, enda með allt of sterk tengsl við náttúruna, en ég var sérstaklega hrifinn af ræðu sem hún hélt snemma í haust, þar sem hún skammaði alla forystumenn heimsbyggðarinnar fyrir það að hugsa meira um peninga heldur en að bregðast við þessum svokölluðu loftlags breytingum, sem að ég held að sé alveg hárrétt hjá henni og eiginlega ekki hægt annað en að dáðst að þessari ungu konu og klárlega væri hún manneskja ársins á Íslandi ef hún væri Íslensk, eða það finnst mér að minnsta kosti. 

Ég hins vegar hef engar sérstakar áhyggjur af því að einhver dómsdagur sé framundan og hef í þá umræðu um þetta efni oftast vísað í málflutning Páls Bergþórssonar, en að hans sögn lauk hlýnunarskeiðinu fyrir 3-4 árum síðan og framundan er því kólnunarskeið næstu ár og áratugi, eins og alltaf hefur verið. Hins vegar er ljóst að sveiflurnar verða að sjálfsögðu dýpri vegna atferlis okkar mannanna og það er eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. 

Fyrir mér eru jólin ágætur tími til að einmitt velta svona málum fyrir sér, en jólin eru líka fyrir mér alltaf fyrst og fremst jól barnanna og barnabarnanna í okkar tilviki.

Fyrir mín hönd og minnar fjölskyldu óska ég Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.