Til skoðunar að fjölga ferðum Herjólfs yfir hásumarið

18.Desember'19 | 11:40
IMG_4494

Til skoðunar er að bæta við áttundu ferðinni yfir hásumarið hjá Herjólfi. Ljómynd/TMS

Verið er að skoða að bæta inn áttundu ferðinni á áætlun Herjólfs yfir hásumarið 2020. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Eyjar.net að þessi viðbót sé sett inn í fjárhagsáætlunin yfir 3 stærstu mánuði ársins.

Hann segir að vissulega sé þetta gert til að auka þjónustu við samfélagið, en tekur þó fram að þessi viðbót hafi ekki verið útfærð ennþá.

Markmið félagsins að auka þjónustu í samgöngum milli Vestmannaeyja og lands

„En þetta er allt útfærsluatriði og því spurning hvernig við setjum þetta upp. Við höfum verið að lenda í auknu álagi yfir þennan tíma eins og t.d. þegar íþróttamótin eru í gangi og eins þegar Þjóðhátíðin er. Við verðum því að horfa nokkuð til þess áður en frekari ákvarðanir eru teknar.

Það hefur verið markmið félagsins að auka þjónustu í samgöngum milli Vestmannaeyja og lands og því má segja að þetta sé einn liður sem horft er til.  Við höfum verið einstaklega heppin með veður það sem af er. Sjólag og aðstæður í Landeyjahöfn hafa jafnframt verið okkur hliðholl og vonandi helst það áfram. Frátafir frá því að nýji Herjólfur fór í rekstur er um 22 heilir dagar frá 25 júlí s.l. Af þessum dögum eru frátafir vegna þess að Herjólfur III var settur undir fyrir slipptökuna og eins þegar rafmagnsinnsetning var undirbúin.” segir Guðbjartur Ellert og bætir við:

Þurfum þennan vetur til að hlaða í reynslubankann

„Við höfum skýra stefnu og er Landeyjahöfn okkar höfn enda miðast áætlun okkar við að sigla þangað. Ef sú staða kemur upp að ófært er hluta úr degi siglum við á Þorlákshöfn en ef aðstæður leyfa skiptum við aftur yfir í Landeyjahöfn. Við höfum því náð í nokkrum tilfellum að sigla 3 til 4 ferðir yfir daginn í stað tveggja til Þorlákshafnar.

Við munum þurfa þennan vetur til að hlaða í reynslubankann og sjá hvernig Herjólfur fer með við þau skilyrði og aðstæður sem eru í og við Landeyjahöfn. Ég hef trú á því að með tímanum munum við geta nýtt Landeyjahöfn meira en verið hefur.”

Tags

Herjólfur

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.