Sóknarfærin liggja víða

14.Desember'19 | 11:06
skemmtiferdaskip

Íris á von á að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í vinnu starfshóps um atvinnustefnu Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net hefur sent oddvitum allra framboða í Eyjum spurningar er varða atvinnustefnu sem til stendur að vinna hjá Vestmannaeyjabæ á næsta ári, en öll sitja þau í nýskipuðum starfshópi sem vinnur stefnuna.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og oddviti H-listans segir í samtali við Eyjar.net að vinna við stefnuna sé viðamikil og verður unnin eftir drögum að tíma- og vinnuplani sem hópurinn muni yfirfara. „Geri ég væntinar um að stefnan verði tilbúin í haust.” segir Íris.

En hvar telur bæjarstjórinn að helstu sóknarfærin séu í atvinnumálum í Vestmannaeyjum?

Sóknarfærin liggja víða í Eyjum en það er okkar hlutverk að kortleggja þau með hjálp hagsmunaaðila og allra þeirra sem hafa áhuga á taka þátt í vinnuferlinu með okkur. Á ég von á því að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í þessari vinnu.

Horft verði til nýrra tækifæra í þeim greinum en jafnframt leitast við að finna ný tækifæri í öðrum atvinnugreinum. Það er mikil og spennandi vinna framundan sem vonandi skilar okkur öflugri stefnu í atvinnumálum sem dregur til okkar ungt fólk.

 

Svör hinna oddvitana:

Sóknarfæri í öflugum sjávarútvegi, vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun og fjartækni

Áhersla á aukin atvinnutækifæri fyrir ungt fólk

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.