Sóknarfærin liggja víða

14.Desember'19 | 11:06
skemmtiferdaskip

Íris á von á að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í vinnu starfshóps um atvinnustefnu Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net hefur sent oddvitum allra framboða í Eyjum spurningar er varða atvinnustefnu sem til stendur að vinna hjá Vestmannaeyjabæ á næsta ári, en öll sitja þau í nýskipuðum starfshópi sem vinnur stefnuna.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og oddviti H-listans segir í samtali við Eyjar.net að vinna við stefnuna sé viðamikil og verður unnin eftir drögum að tíma- og vinnuplani sem hópurinn muni yfirfara. „Geri ég væntinar um að stefnan verði tilbúin í haust.” segir Íris.

En hvar telur bæjarstjórinn að helstu sóknarfærin séu í atvinnumálum í Vestmannaeyjum?

Sóknarfærin liggja víða í Eyjum en það er okkar hlutverk að kortleggja þau með hjálp hagsmunaaðila og allra þeirra sem hafa áhuga á taka þátt í vinnuferlinu með okkur. Á ég von á því að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í þessari vinnu.

Horft verði til nýrra tækifæra í þeim greinum en jafnframt leitast við að finna ný tækifæri í öðrum atvinnugreinum. Það er mikil og spennandi vinna framundan sem vonandi skilar okkur öflugri stefnu í atvinnumálum sem dregur til okkar ungt fólk.

 

Svör hinna oddvitana:

Sóknarfæri í öflugum sjávarútvegi, vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun og fjartækni

Áhersla á aukin atvinnutækifæri fyrir ungt fólk

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.