Sóknarfærin liggja víða

14.Desember'19 | 11:06
skemmtiferdaskip

Íris á von á að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í vinnu starfshóps um atvinnustefnu Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net hefur sent oddvitum allra framboða í Eyjum spurningar er varða atvinnustefnu sem til stendur að vinna hjá Vestmannaeyjabæ á næsta ári, en öll sitja þau í nýskipuðum starfshópi sem vinnur stefnuna.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og oddviti H-listans segir í samtali við Eyjar.net að vinna við stefnuna sé viðamikil og verður unnin eftir drögum að tíma- og vinnuplani sem hópurinn muni yfirfara. „Geri ég væntinar um að stefnan verði tilbúin í haust.” segir Íris.

En hvar telur bæjarstjórinn að helstu sóknarfærin séu í atvinnumálum í Vestmannaeyjum?

Sóknarfærin liggja víða í Eyjum en það er okkar hlutverk að kortleggja þau með hjálp hagsmunaaðila og allra þeirra sem hafa áhuga á taka þátt í vinnuferlinu með okkur. Á ég von á því að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur og ferðaþjónustuna verði fyrirferðarmiklar í þessari vinnu.

Horft verði til nýrra tækifæra í þeim greinum en jafnframt leitast við að finna ný tækifæri í öðrum atvinnugreinum. Það er mikil og spennandi vinna framundan sem vonandi skilar okkur öflugri stefnu í atvinnumálum sem dregur til okkar ungt fólk.

 

Svör hinna oddvitana:

Sóknarfæri í öflugum sjávarútvegi, vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun og fjartækni

Áhersla á aukin atvinnutækifæri fyrir ungt fólk

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...