Sóknarfæri í öflugum sjávarútvegi, vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun og fjartækni

12.Desember'19 | 10:59
skemmtif_rib_heimakl

Vestmannaeyjar hafa alla burði til þess að hér dafni öflug og blómstrandi ferðaþjónusta, segir Hildur Sólveig. Mynd/TMS

Eyjar.net hefur sent oddvitum allra flokka í bæjarstjórn spurningar er varða atvinnustefnu sem til stendur að vinna hjá Vestmannaeyjabæ á næsta ári, en öll sitja þau í nýskipuðum starfshópi sem kemur til með að vinna stefnuna.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjar.net að gert ráð sé fyrir að ný atvinnustefna verði lögð fyrir bæjarráð í júní 2020. 
 
Hildur Sólveig telur að sóknarfæri í atvinnumálum liggi fyrst og fremst í eftirfarandi þáttum:
 
1) Öflugum sjávarútvegi og afleiddum störfum honum tengdum en greinin hefur verið undirstöðuatvinnugrein samfélagsins í gegnum söguna. Nýsköpun í sjávarútvegi hefur verið vaxandi í samfélaginu og mikilvægt að fræðasamfélagið haldi áfram að bjóða Vestmannaeyingum upp á menntun m.a. með hliðsjón af þeirri atvinnugrein t.d. með háskólanámi í haftengdri nýsköpun og fjarnámi í sjávarútvegsfræði.
 
2) Vaxandi ferðaþjónustu, en ferðaþjónustan er að verða sífellt stærri atvinnugrein í samfélaginu ásamt því að hún bætir lífsgæði íbúanna með því að bjóða upp á aukið úrval í m.a. afþreyingar- og veitingaþjónustu. Vestmannaeyjar hafa alla burði til þess að hér dafni öflug og blómstrandi ferðaþjónusta en lykilatriði í vexti atvinnugreinarinnar eru traustar samgöngur til að skapa tiltrú m.a. stærri ferðaþjónustuaðila á Vestmannaeyjum sem þess draumaáfangastaðar sem við öll sem búum hér vitum að Vestmannaeyjar eru. 
 
3) Nýsköpun og fjartækni. Með vaxandi möguleikum í fjarnámi og fjarvinnu eru möguleikarnir nær óþrjótandi en forsenda þess er að sjálfsögðu öflug nettenging. Trausti Hjaltason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði því eftir að á síðasta bæjarstjórnarfundi yrði tekin aftur til umræðu staða ljósleiðarauppbyggingu í Vestmannaeyjum og í kjölfarið ákveðið að sveitarfélagið láti sitt ekki eftir liggja í að reyna að flýta fyrir bættri tengingu en 82% íslenskra heimila eru í dag komin með ljósleiðaratengingu og er Ísland í öðru sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall virkra ljósleiðaratenginga á heimilum. (heimild). Fjarvinna verður sífellt algengari og þannig geta skapast fjölmörg tækifæri fyrir atvinnuuppbyggingu í samfélaginu, jafnvel í greinum sem við þekkjum í raun ekki í dag. 
 
Mikilvægt er að sveitarfélag og ríki skapi góða umgjörð fyrir og styðji við öflugt atvinnulíf, nýsköpun og hugmyndaauðgi einkaframtaksins en setji ekki óþarfa völur í veg þess. Öflugt atvinnulif er grunnforsenda öflugrar þjónustu við íbúa, segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
 
 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).