Mikið tjón í Vestmannaeyjum

12.Desember'19 | 20:40
salthus_vsv_ovedur

Dúkurinn á salthúsi Vinnslu­stöðvarinnar eyðilagðist í óveðrinu. Ljósmynd/TMS

Í stöðuskýrslu al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra vegna óveðursins er farið yfir það mikla foktjón sem varð um landið. Þar er komið sérstaklega inn á hið mikla tjón sem varð í Vestmannaeyjum í veðurofsanum. 

Eignatjón er erfitt að meta á þessari stundu en ljóst er að það hleypur á hundruðum milljóna; sérstaklega í raforku og fjarskiptakerfinu. Aftakaveðrinu hefur fylgt mikið foktjón.

Fram kemur í skýrslunni að hjá fiski­mjöls­verk­smiðjunni FES hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja er áætlað tjón um 30 millj­ón­ir króna, hjá Vinnslu­stöðinni í Eyj­um er áætlað tjón 40 milljón­ir, hjá God­thaab í Eyj­um er tjón áætlað um 15 millj­ón­ir og hjá Eyja­blikk um 1 millj­ón.

Um 70 fast­eign­ir urðu fyr­ir foktjóni en ekki er vitað um tjóna­fjár­hæð. Einnig varð annað tjón og óbeinn kostnaður, segir einnig í skýrslunni.

Stöðuskýrsla al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.