Björgunarfélag Vestmannaeyja sendir hóp norður

- pilturinn sem leitað er að í Sölvadal er frá Eyjum

12.Desember'19 | 17:58
bjorgo

Ljósmynd/TMS

Leit stendur enn yfir af unglingspilti sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Pilturinn sem er frá Vestmannaeyjum féll í ána í gærkvöldi. Björgunarfélag Vestmannaeyja ákvað í dag að senda hóp á svæðið til aðstoðar við leitina.

Félagið sendi 10 manna hóp sem fór með Herjólfi nú síðdegis. Að sögn Guðna Grímssonar, sem er hópstjóri í ferðinni er stefnt á að keyra norður í kvöld og í nótt. ,,Við ætlum að vera klárir í fyrramálið, gerist þess þörf. Við ákváðum að fara af stað til að leggja okkar af mörkum, þrátt fyrir að vera ekki búnir að fá formlega beiðni frá Landsbjörgu." sagði Guðni og bætir við að álag sé mikið á björgunarsveitarmenn við slíkar aðstæður auk þess sem mikið af verkefnum hafi verið á svæðinu undanfarna sólarhringa.

Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í dag að skilyrði til leitar við Núpá í Sölvadal séu mjög slæm. Aftakaveður er á svæðinu og hefur verið í alla nótt. Allt er á kafi í snjó og gengur á með éljum, þá gerir mikið hvassviðri og frost leitarmönnum erfitt fyrir. Þar að auki er krapi í ánni sem geri leit í ánni enn vandasamari. Fennt hefur yfir þær slóðir sem færar voru í nótt.

Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra, segir að nú sé að hefjast mjög þung leit á svæðinu. Leitað verður þar til leit ber árangur. „Við erum búin að manna mjög öflugan og fjölmennan hóp af leitarmönnum og köfurum og erum að sigla inn í það tímabil núna. í Augnablikinu eru þetta um áttatíu manns. “

Staðan verði tekin á ný eftir fimm klukkustunda leit. „En tíminn er fljótur að líða og þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ bætir Hermann við. 

Jóhannes Sigfússon, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að pilturinn hafi verið að aðstoða bónda við að hreinsa krapa frá inntaki þegar krapabylgja hreif hann með sér. Bærinn í dalnum gengur fyrir rafmagni úr stöðinni.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%