Mikið tjón í einhverju mesta óveðri sem gengið hefur yfir

11.Desember'19 | 07:09
IMG_7693

Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins fór illa í óveðrinu. Ljósmyndir/TMS

Ljóst er að mikið tjón hefur orðið í óveðrinu sem enn geysar í Vestmannaeyjum. 

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Eyjum er ljóst að eignartjónið er mikið, en ekki hafa orðið slys á fólki vegna veðurofsans. Enn er mjög hvasst í Eyjum - en þó ekki í líkingu við það sem gekk yfir í gærkvöldi.

Á fjórða tímanum í nótt bárust boð um aðstoð vegna trillu sem var að sökkva í höfninni. Að sögn lögreglunnar var um að ræða trillu þar sem lensidæla hafði bilað og náðist að lensa trilluna áður en hún sökk.

Seint í gærkvöldi bárust fregnir af því að norður gafl Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins væri að hluta til fokinn. Þá fór dúkurinn á salthúsi Vinnslustöðvarinnar í veðurofsanum. Myndir af því má sjá hér að neðan. 

Verkefnin tæplega 100

Í færslu frá Björgunarfélaginu frá um kl. 2 í nótt segir að veðrinu sé aðeins farið að slota en einstaka verkefni enn að týnast inn. Félögum er þakkað fyrir frábæra mætingu en 30 félagar tóku þátt í kvöldinu, auk fleiri aukamanna og lögreglu. Fyrstu verkefni komu um kl 16:30 og óskað var eftir auka mannskap um einni og hálfri klst síðar. Núna rúmum 9 tímum seinna höfum við farið í tæp 100 verkefni, en vegna villu í talningu í verkefnum hafa aðrar tölur verið gefnar upp og leiðréttist hér með.

„Kári í Kránni reddaði okkur kvöldmatnum. Sveinn í Bensínsalan Klettur kom svo með kvöldsnarlið fyrir okkur og síðast en alls ekki síst var Ingimar Ágúst Guðmarsson með okkur á Kranabílnum. Takk allir kærlega fyrir okkur.” segir í færslu Björgunarfélagsins. Óhætt er að þakka Björgunarfélaginu fyrir frábært starf síðasta sólarhringinn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).