Uppfært:

Yfir 50 óveðursútköll í Eyjum

10.Desember'19 | 19:45
ovedur_bjorgo

Ljósmynd/úr safni

Björgunarfélag Vestmannaeyja vill koma því á framfæri að ekkert ferðaveður sé og er fólk hvatt til að vera innandyra. Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélgsins segir í samtali við Eyjar.net að félagið hafi nú þegar fengið rúmlega 50 verkefni inná borð til sín.

„Við erum með rúmlega 40 manns úti í 8 hópum.” segir Arnór og bætir við að um mikið tjón sé að ræða. Hann segir þakplötur vera á ferð víða um bæinn, og því ítrekar hann að það geti beinlínis verið hættulegt að vera á ferli í slíkum veðurofsa.

Sjá einnig: Björgunarfélagið hefur sinnt fjölda útkalla - hafnarsvæðið lokað

Uppfært kl. 20.05: Örlítið hefur dregið úr vindi sl. klukkustund. Þó er enn mjög hvasst. Meðalvindur var 37 m/s og vindhviður fóru uppí 49 m/s.

 

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma Raka-
stig
Þri 10.12
kl. 20:00
Norð-norð-vestan 37 m/s 38 m/s  /  49 m/s -0,3 °C 0 mm / 1 klst 89 %

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).