Stefnir í met útkalla hjá Björgunarfélaginu

10.Desember'19 | 22:36
fes_tjon_19

Norðurhliðin á FES-inu fór illa í veðurofsanum í kvöld.

Vindur er nú aðeins gengin niður, en þó er ennþá mjög hvasst. Á síðasta klukkutíma var meðalvindur 33 m/s og fór hæst í hviðum uppí 48 m/s. Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja eru útköllin frá kl. 16.30 í dag orðin 140 talsins. 

Og enn er í nægu að snúast, segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélagsins. Arnór segir að þetta stefni í að verða ívið meira en árið 1991, en þá var um met að ræða. Arnór segir að búast megi við að liðsmenn hans verði langt fram á nótt að sinna útköllum víða um bæinn.

Norðurhlið FES að fjúka

Þegar ritstjóri Eyjar.net var að ræða við Arnór kom útkall um að norðurhlið FES - fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins væri að fjúka. Af myndum að dæma er ljóst að mikl­ar skemmd­ir hafa orðið á hús­inu.

 

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma Raka-
stig
Þri 10.12
kl. 22:00
Norð-norð-vestan 33 m/s 36 m/s  /  48 m/s 0,1 °C 0 mm / 1 klst 85 %

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.