Norðan stormur í aðsigi

10.Desember'19 | 07:58
hvass

Ljósmynd/TMS

Spáð er aftakaveðri víða á landinu í dag og á miðvikudag, fylgist vel með viðvörunum og veðurspám, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í gildi er appelsínugul viðvörun fyrir Vestmannaeyjar og er búist við norðan stormi í kvöld og fram á nótt í Eyjum.

Eyjar.net vill beina því til bæjarbúa að huga vel að öllu lauslegu fyrir storminn í kvöld. Herjólfur hefur nú þegar blásið af seinni ferð dagsins.

Appelsínugul viðvörun merkir:

Miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð. Skerðing á samgöngum og innviðum/þjónustu tímabundin/staðbundin. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári. 

Veðrið á að vera í hámarki í kvöld í Vestmannaeyjum. Skjáskot/vedur.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%