Uppfærð frétt

Björgunarfélagið hefur sinnt fjölda útkalla - hafnarsvæðið lokað

10.Desember'19 | 18:11
bjorgo_2017_nov

Björgunarfélagið stendur í ströngu þessa stundina. Ljósmynd/úr safni

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur haft í ýmsu að snúast frá því síðdegis í dag, þegar veður fór að fara versnandi. Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélagsins segir í samtali við Eyjar.net að fjöldi útkalla sé nú kominn í tólf. 

Hann segir verkefnin margvísleg. M.a þakplötur, þakkassar að losna o.fl. Hann vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferli að óþörfu í slíkum veðurofsa. Þurfi fólk á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við 112.

Lokanir á hafnarsvæði

Arnór vill taka fram að snælduvitlaust veður sé á hafnarvæðinu og búið er að loka fyrir umferð út á Eiði. Búið er að kalla eftir meiri mannskap til aðstoðar vegna fjölda útkalla.

Enn er að bæta í vind og á síðustu klukkustund mældist vindurstyrkurinn á Stórhöfða 37 m/s og hviður fóru uppí 47 m/s.

Meðalvindstyrkur kominn í 40 m/s

Uppfært kl. 19.12: Enn er að bæta í vind og mældist vindstyrkur á síðustu klukkustund 40 m/s og fóru vindhviður uppí 52 m/s,

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma Raka-
stig
Þri 10.12
kl. 19:00
Norð-norð-vestan 40 m/s 40 m/s  /  52 m/s -0,8 °C 0 mm / 1 klst 87 %
Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Uppsöfnuð úrkoma Raka-
stig
Þri 10.12
kl. 18:00
Norð-norð-vestan 37 m/s 37 m/s  /  47 m/s -0,3 °C 0 mm / 1 klst 85 %

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%