Auglýst eftir sýslumanni

9.Desember'19 | 18:29
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Dómsmálaráðuneytið hefur nú auglýst laust til umsóknar embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Frá og með 1. mars verður, samkvæmt auglýsingunni, aftur sýslumaður í Vestmannaeyjum, en embættið var fellt undir embætti sýslumannsins á Suðurlandi í byrjun þessa árs. 

Fram kemur í auglýsingunni að sýslumenn fari með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fara þeir með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum.

Sýslumenn bera faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embætta sinna í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta annast Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum m.a. löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka og sérverkefni samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið, auk nýrra verkefna er ráðuneytið mun fela Sýslumanni, með hliðsjón af umfangi stjórnunar embættisins.

Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá 1. mars 2020 til fimm ára.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.