Fréttatilkynning:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020

6.Desember'19 | 10:24
vestm_gig

Vestmannaeyjar. LJósmynd/Gunnar Ingi

Í áætluninnni er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkoma samstæðunnar að fjárhæð 152,8 m.kr. sem er um 5,3% af skatttekjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Þar segir jafnframt að áætlaðar tekjur á árinu 2020 séu 6.619 m.kr. og hækka um 336 m.kr. frá áætlun 2019. Vegna óvissu í sjávarútvegi eru tekjur varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að áætlaðar skatttekjur ársins 2020 verði hærri en raunverulegar skatttekjur þessa árs.

Rekstarútgjöld eru áætluð 6.591,5 m.kr. á árinu 2020. Sem fyrr eru fræðslu- og uppeldismál stærsti útgjaldaliðurinn í áætluninni, eða rúmlega 40% af heildarútgjöldum aðalsjóðs, en aukin áhersla hefur verið á lögð á að efla þennan málaflokk undanfarið ár og verður áfram. Rekstrargjöld aðalsjóðs hækka um 347 m.kr. frá áætlun þessa árs. Skýrist sú hækkun aðallega af launa- og verðlagsspá Hagstofu Íslands sem stuðst var við í áætlanagerðinni og auknum framkvæmdum á næsta ári. Áfram verður gætt aðhalds í rekstri sveitarfélagsins og hagrætt þar sem við verður komið.

Gert er ráð fyrir 1.032 m.kr. til framkvæmda á næsta ári. Þar af vega þyngst framkvæmdir við byggingu nýrrar slökkvistöðvar, íbúðir fyrir fatlaða, sorporkustöðvar, skipalyftukannts og bæjarskrifstofa. Einnig á að hefja hönnun á nýrri viðbyggingu við Hamarsskóla.

Meðal annarra áhersluverkefna má nefna áframhaldandi heilsueflingu eldri borgara (Janusarverkefnið), gerð hreystivallar, uppbyggingu tölvu- og upplýsingatæknimála hjá GRV, átak í aðgengismálum, gerð gönguleiða og merkinga, uppbyggingu á Vigtartorgi og gerð umhverfisstefnu.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 11,5 m.kr. til verkefna að frumkvæði einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“. Styrkirnir verða afhentir laugardaginn 7. desember 2019.

Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt á næsta ári eða 14,46%. Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,33% í 0,291%. Fasteignaskattur á fyrirtæki lækkar úr 1,65% í 1,55%. Með þessu er tryggt að gríðarleg hækkun á fasteignamati í Vestmannaeyjum leiði ekki til hækkunar á fasteignaskatti íbúðareigenda og eigenda fyrirtækja.

Ákveðið hefur verið að gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyjabæjar (þ.e. aðalsjóðs) hækki ekki milli ára, þ.m.t. leikskólagjöld, gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, matarskostnaður fyrir börn í grunn- og leikskólum, dagvistargjöld og úttektargjöld. Ákvörðun þessi er í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að frístundastyrkur að upphæð 35.000 kr. verði í boði fyrir hvert barn á aldrinum 2-18 ára.

Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er sterk. Skuldir eru lágar og langt undir viðmiðunarmörkum sveitarstjórnarlaga. Það eru í raun fá eða nokkur sveitarfélög sem geta státað sér af álíka góðri skuldastöðu.

Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að áfram verði gætt aðhalds í rekstri, en jafnframt leitast við að þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).