Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast

5.Desember'19 | 09:27
Ingit01

Ingi Tómas Björnsson er ósjaldan með myndavélina á lofti. Ljósmynd/aðsend

Það var skemmtileg stemning í Einarsstofu á laugardaginn þar sem Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson sýndu myndir sínar. Eins og alltaf var góð mæting. 

Þetta var tólfta og næst síðasta sýningin í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Sú þrettánda er á laugardaginn þegar Ingi Tómas Björnsson mætir með eigin myndir og myndir sem Friðrik Jesson, tengdafaðir hans skildi eftir sig.

Sýning, Jóa, Svabba og Katarzynu var ekki síst skemmtileg fyrir það hvað hún var fjölbreytt. Jói hefur sem listamaður sýnt að hann sér stundum það sem aðrir ekki sjá, Svabbi var með myndir úr gosinu 1973 og Katarzyna, sem er pólsk og er nýflutt til Eyja sýndi okkur af hverju Eyjarnar hafa heillað hana.

Það verður ekki síður gaman að sjá það sem þeir Ingi Tómas og Friðrik hafa séð í gegnum ljósopin sín. Báðir vandvirkir ljósmyndarar með gott auga fyrir mótívum og ekki svo ólíkir á þessu sviði þó þeir séu af sinn hvorri kynslóðinni.

Sýning hefst eins og venjulega klukkan 13.00 og er í Einarsstofu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.