Lögðum þunga áherslu á að festa starfsemina hér í sessi

3.Desember'19 | 14:07
iris_roberts

Íris Róbertsdóttir.

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag upplýsti Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um ákvörðun dómsmálaráðherra um að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni sem styrkir starfsemi embættisins. Jafnframt fagnar bæjarráð því að dómþing verði áfram starfandi í Vestmannaeyjum.

Í bókun frá meirihluta bæjarráðs segir að mikil vinna hafi verið lögð í að styrkja og efla Sýslumanninn í Vestmannaeyjum. Meirihluti fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra. Mikilvægt er að sýslumaður sé til staðar í Vestmannaeyjum og ný sérverkefni fylgi honum sem mun styrkja embættið í Eyjum.

Ánægjulegt að verið sé að færa tvö ný og skilgreind verkefni til embættisins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir í samtali við Eyjar.net að það sé fagnaðarefni og ánægjulegt að dómsmálaráðherra hafi tekið tillit til okkar sjónarmiða í þessu máli. 

„Við höfum talað af festu fyrir þessum málsstað við þá tvo ráðherra sem gegnt hafa embætti dómsmálaráðherra eftir að sá þriðji tók þá ákvörðun að kalla sýslumanninn burt frá Eyjum í byrjun ársins. Nú hefur þetta borið árangur og því ber að fagna. Það er ekki síst ánægjulegt að verið sé að færa tvö ný og skilgreind verkefni til embættisins í Eyjum til viðbótar við þau sem þar eru fyrir, en við lögðum þunga áherslu á það við ráðherrann til að festa starfsemina hér í sessi“.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.