Fóru yfir eldvarnir með leik- og grunnskólabörnum

3.Desember'19 | 06:59
eldvarnarv_slv

Ljósmyndir/Facebook-síða Slökkviliðs Vestmannaeyja.

Í gær fóru fulltrúar Slökkviliðs Vestmannaeyja í sína árlegu heimsókn í Hamarsskóla þar sem þeir hittu börnin á Víkinni (5 ára deild) og nemendur í 3. bekk GRV. 

Farið var yfir eldvarnir með leikskólabörnunum og nutu slökkviliðsmennirnir aðstoðar slökkviálfanna Loga og Glóðar.

Eftir gott spjall og stutta teiknimynd fengu svo allir viðurkenningarskjal og möppu með skemmtilegum heimaverkefnum auk þess sem þau ætla að vera með okkur í liði í vetur og passa sérstaklega vel leikskólann sinn með reglulegum skoðunum.

Í beinu framhaldi var svo farið í árlega eldvarnaátakið með nemendum í 3.bekk. Þar var farið yfir öll helstu atriði í eldvörnum heimilanna s.s. reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og flóttaleiðir.

Börnin fengu svo heim með sér söguna af Brennu-Vargi ásamt fleiri góðum hlutum auk verkefnis sem þau leysa heima með foreldrum sínum og skila aftur í skólann. Dregið verður svo úr réttum lausnum og verðlaun afhent í febrúar nk, segir í pistli á facebook-síðu Slökkviliðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.