Átta starfsmenn heiðraðir á Hraunbúðum

- með samanlagt rúmlega 170 ára starfsreynslu

3.Desember'19 | 09:20
starfsaldur8fors_hraunb_2

Ljósmynd/hraunbudir.is

Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldið starfsaldursboð á Hraunbúðum. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Ákveðið var að byrja á árinu 2019 með því að heiðra þá sem standa á heilum og hálfum tug. 

Þó var ákveðið að taka þrjú stór-starfsaldursafmæli með frá síðasta ári, að því er segir í frétt á vef Hraunbúða. Alls voru átta starfsmenn heiðraðir, með samanlagt rúmlega 170 ára starfsreynslu á vinnustaðnum. 

Þá segir í fréttinni að það sem geri vinnustað að góðum vinnustað sé sá mannauður sem þar starfar. 

„Erum við einstaklega heppin hér á Hraunbúðum með okkar starfsfólk. Við erum mjög ánægð og hrærð yfir þeirri tryggð og þrautsegju sem margt af okkar starfsfólki heldur við vinnustaðinn sinn, það er ómetanlegt í því síbreytilega vinnuumhverfi sem nútíminn og frelsið í dag býður upp á að starfsmenn haldi tryggð við sama vinnustaðinn í 10 ár og allt upp í 40 ár.

Við fögnuðum þessum tímamótum á fimmtudaginn síðasta, höfðum huggulegt saman og bæjarstjórinn heiðraði okkur með nærveru sinni.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-