Jóladagatal Listasafnsins

2.Desember'19 | 10:59
2. desember

2. desember. Jónas Guðmundsson (1930-1985) Glófaxi og Lóðsinn.

Listasafn Vestmannaeyja hýsir rösklega 800 listaverk eftir um 160 nafngreinda listamenn. Fram að jólum verður eitt málverk afhjúpað á dag í Einarsstofu, á svipaðan hátt og hefðbundið jóladagatal opnar á veraldleg sætindi á hverjum nýjum degi. Um er að ræða úrval verka safnsins.

Meðal verka safnsins eru málverk eftir Ásgrím Jónsson, Gerði Helgadóttur, Gunnlaug Scheving, Leif Breiðfjörð og Tryggva Ólafsson. Auk þess eru í safninu 38 málverk eftir Jóhannes Kjarval og mun hvergi utan Kjarvalsstaða sjálfra að finna stærra Kjarvalssafn.

Meginþorrinn er hins vegar verk Eyjalistamanna á borð við Guðna Hermansen, Júlíönu Sveinsdóttur, Sverri Haraldsson, Svein Björnsson, Engilbert Gíslason og Ágúst Petersen, svo nokkur nöfn séu nefnd.

Listaverkin sem eru valin eiga það eitt sameiginlegt að vera hluti af Listasafni Vestmannaeyja og sýna þannig hversu fjölbreytt og merkileg listaflóra safnið er.

Sýningin stendur fram til 24. janúar. Hér að ofan er verk dagsins og hér að neðan er svo verkið sem var afhjúpað í gær, en það er verk á Sigmund Jóhannsson (1931-2012) og nefnist það "Hús og bátur í vetrarskrúða".

Eyjar.net mun birta verkin sem afjúpuð verða fram að jólum.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%